Kröftug jarðskjálftahrina nærri Fagradalsfjalli

Í gær (19-Júlí-2020) klukkan 23:36 varð kröftugur jarðskjálfti með stærðina Mw5,1 0,3 km suð-vestur af Fagradalsfjalli í eldstöðinni Reykjanes. Þetta er á sama svæði og ég hafði skrifað um í fyrri grein. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa komið fram 1340 jarðskjálftar síðustu 48 klukkutímana. Annar stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 06:23 og var sá jarðskjálfti með stærðina Mw5,0. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 26 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Tilkynnt hefur verið um grjótskriður í kjölfarið á stærstu jarðskjálftunum og líklegt er að frekari grjótskriður verði ef fleiri stærri jarðskjálftar verða.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Það er mikið um rangar staðsetningar þar sem SIL kerfið ræður ekki almennilega við þennan fjölda af jarðskjálftum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin hefur verið tengd við kvikuinnskot á þessu svæði frá eldstöðinni Reykjanes. Það er ekki vitað á þessari stundu hvort að kvikan sé að ferðast í áttina þar sem jarðskjálftahrinan er að eiga sér stað núna eða ekki. Þegar þessi grein er skrifuð þá hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Hversu lengi það mun draga úr jarðskjálftavirkni á þessu svæði er ekki hægt að segja til um. Það er aukin hætta á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.