Tveir sterkir jarðskjálftar í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (31-Júlí-2020) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,4 og Mw3,0 í eldstöðinni Reykjanes og er þessi jarðskjálftavirkni hluti af þeirri þenslu sem á sér núna stað í eldstöðinni Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er nánast stöðug jarðskjálftavirkni núna í eldstöðinni Reykjanes en jarðskjálftavirkni þar kemur í toppum með nokkura daga til vikna millibili. Ástæða þessa er innflæði kviku á 3 km til 10 km dýpi. Hversu mikil jarðskjálftavirkni á sér stað veltur alveg á því hversu mikil kvika er að flæða inn í eldstöðina en það virðist vera mismunandi innflæði kviku milli daga til vikna. Þar sem jarðskjálftavirkni er núna stöðug á þessu svæði þá er varanleg hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 til Mw6,0 á þessu svæði.