Tveir sterkir jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu í nótt

Aðfaranótt 8-Ágúst-2020 klukkan 03:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti fannst vel og vakti fólk uppi af svefni. Þessi jarðskjálfti virðist hafa orðið á Flateyjar – Húsvíkur misgenginu. Seinni jarðskjálfti varð klukkan 03:52 og var sá jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 og fannst sá jarðskjálfti einnig. Ekkert tjón varð í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Eftir að stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað, þá varð hrina af minni jarðskjálftum.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er sú sama og hófst þann 19-Júní-2020 og hefur verið í gangi síðan þá. Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið eins kröftug eins og hún var í Júní. Það er hinsvegar varanleg hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 á þessu svæði á meðan þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Það er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að enda.