Jarðskjálfti í gær (14-September-2020) í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (14-September-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Tjörnesbrotabeltinu og fannst þessi jarðskjálfti á Dalvík og Ólafsfirði. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn með stærðina yfir Mw3,0 sem verður á þessu svæði þarna í rúmlega mánuð. Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi allan þennan tíma en eingöngu litlir jarðskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á þessu svæði hefur verið í gangi síðan 19-Júní-2020. Ég reikna ekki með það breytist og það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Tjörnesbrotabeltinu.