Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Í dag (25-September-2020) klukkan 11:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 austan við Grímsey og kom þessi jarðskjálfti af stað jarðskjálftahrinu á þessu svæði síðustu klukkutímana. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið þarna milli 80 til 90 jarðskjálftar. Það eru ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í Grímsey.


Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Mynd notuð með leyfi og höfundarréttur myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina tengist ekki þeim jarðskjálftahrinum sem hafa verið í vesturhluta Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann eða með því að kaupa frá Amazon í gegnum auglýsingaborðana sem eru hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂