Sterk brennisteinslykt frá Grænavatni og aukin jarðhitavirkni í hverum í Krýsuvík

Þetta er stutt uppfærsla

Samkvæmt fréttum frá því í gær (22-Október-2020) á Stöð 2 þá er sterk brennisteinslykt að koma frá Grænavatni. Það hefur einnig orðið vart við aukin jarðhita í hverum í Krýsuvík. Sú breyting gæti reyndar bara verið vegna breytinga á leiðum sem vatn fer vegna jarðskjálftans sem varð 20-Október-2020. Nýjar sprungur hafa einnig myndast og valdið litlum skriðum við ströndina. Þær sprungur sem hafa myndast á yfirborðinu á Reykjanesinu eru hættulegar og fólk ætti ekki að fara nærri ströndinni á þessu svæði núna. Það kemur orðið nýr jarðskjálfti hvenær sem er án nokkurar viðvörunnar.

Sjálfvirk GPS gögn benda til þess að mikil þensla sé hafin í eldstöðinni Krýsuvík. Miklu frekar en að þetta sé færsla á GPS stöðinni vegna jarðskjálftans og þá er ég að miða við aðrar GPS stöðvar sem eru þarna í nágrenninu.

Fréttir af þessu

Brún Krýsuvíkurbjargs sprungin og varasöm eftir jarðskjálftana (Stöð 2, Vísir.is)