Mikil þensla mælist í eldstöðinni Reykjanes eftir Mw5,6 jarðskjálftann

Jarðskjálftinn sem varð þann 20-Október-2020 olli því að það hófst kröftug þensla í eldstöðinni Reykjanes í kjölfarið samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þenslan er í dag í kringum 50mm þar sem mest er og sést vel á GPS mælingum (GPS time series for Reykjanes).


Þenslan í eldstöðinni Reykjanes. Ég þurfti að minnka myndina vegna krafna frá WordPress kerfinu. Hægt er að sjá myndina í fullri stærð hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Rauður er þensla og blá svæði eru svæði sem eru lægra í mælingunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan sést mjög vel á GPS stöðvum sem eru næst þessu svæði. Þarna er fjallið Keilir sem myndaðist í eldgosi einhverntímann á síðustu ísöld. Þessi þensla útskýrir einnig þá jarðskjálftavirkni sem er á þessu svæði og ég skrifaði um í fyrri grein.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og í eldstöðinni Reykjanes. Vegna slæms veðurs þá mælast minni jarðskjálftar verr þessa dagana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð þá reikna ég með að það muni verða frekari jarðskjálftar á þessu svæði auk þess sem meiri þensla mun koma fram í eldstöðinni Reykjanes. Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær eldgos yrði í eldstöðinni Reykjanes.

Frétt Veðurstofu Íslands á ensku

Significant ground deformation detected associated with recent earthquakes (en.vedur.is)