Smáskjálftavirkni í Öræfajökli

Eftir margra mánuði af engri jarðskjálftavirkni þá kom fram jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirknin sem kom fram var lítil að stærð en dýpstu jarðskjálftarnir voru á dýpinu 14 km og næst dýpsti jarðskjálftinn var á 12 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í Öræfajökli fyrir eldgos, þar sem heimildir fyrir síðasta eldgos eru að verða 660 ára gamlar og yngri heimildin er 293 ára gömul. Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að þessari jarðskjálftavirkni sé lokið en það gæti breyst án viðvörunar hvenær sem er.

Styrkir

Hægt er að styrkja vinnuna mína með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂