Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Klukkan 11:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 norður af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst en ekki bárust margar tilkynningar um jarðskjálftann til Veðurstofu Íslands. Fjöldi lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum en fjöldi lítilla átti sér einnig stað áður en stærsti jarðskjálftinn varð.


Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hluti af því ferli sem hófst í Janúar 2020 þegar kvika fór að troðast inn í jarðskorpuna á þessu svæði. Vegna þessar jarðskjálftahrinu þá er aukin hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Jarðskjálftavirknin á þessu svæði kemur fram í bylgjum og á milli er róglegt á svæði. Undanfarið hefur verið rólegt í eldstöðinni Reykjanes en líklega er núna að hefjast nýtt tímabil mikillar jarðskjálftavirkni á þessu svæði í eldstöðinni Reykjanes.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna við hliðina. Það er einnig hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inná mig með þessum banka upplýsingum. Styrkir hjálpa mér að reka sjálfan mig og þennan vef hérna. Ég er öryrki og fæ ekki miklar tekjur af örorkubótum eins og fleiri á Íslandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kennitala: 1607804369
Banki: 0159-26-010014