Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes snemma í morgun

Snemma morguns þann 16-Desember-2020 klukkan 04:30 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes nærri Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn fannst yfir stórt svæði. Hrina lítilla jarðskjálfta hófst í kjölfarið og var þessi jarðskjálftahrina virk í nokkrar klukkustundir.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesi. Græna stjarnan sýnir upptök stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur minni jarðskjálftahrina hófst norðan við Grindavík nokkrum klukkutímum eftir að jarðskjálftahrinan við Reykjanestá hófst. Það virðist sem að GPS gögn fyrir svæðið hafi ekki uppfærst í dag á vefsíðunni þar sem þau hafa verið aðgengileg og vegna þess þá veit ég ekki hvort að svæðið er að fara í nýtt þensluskeið eða ekki. Það er þó ýmislegt sem bendir til þess að nýtt þensluskeið sé að fara að hefast á þessu svæði fljótlega en það er ekki öruggt.