Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (27-Desember-2020) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina með samtals átta jarðskjálftum. Þetta er aðeins óvenjuleg jarðskjálftavirkni miðað við árstíma þar sem Katla er oftast róleg á þessum árstíma.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,9 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kötlu en það gæti breyst án fyrirvara þar sem þetta er virk eldstöð.