Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (10-Janúar-2021) klukkan 03:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík. Hrina lítilla jarðskjálfta er ennþá í gangi á þessu svæði þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi. Græna stjarnan er þar sem jarðskjálftinn með stærðina Mw4,1 varð.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Reykjanes.
Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Yfir 100 jarðskjálftar hafa komið fram á þessu svæði síðustu 48 klukkutíma. Flestir af þeim jarðskjálftum sem hafa komið fram eru minni en Mw1,0 að stærð. Það eru ekki margir jarðskjálftar sem eru með stærðina Mw1,0 og stærri í þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki þess að kvika sér farin að leita upp á yfirborðið í þessari virkni. Sú kvika sem er í jarðskorpunni virðist ætla að vera þar. Gögn frá GPS mælum benda til þess einhver breyting sé í gangi en ég veit ekki hvað það er. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.