Jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey

Í gær (24-Janúar-2021) klukkan 09:16 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kolbeinsey. Tveir óstaðfestir jarðskjálftar með stærðina Mw2,6 og Mw2,5 urðu einnig á þessu svæði klukkan 17:37 og 19:06.

Græn stjarna á jaðri kortsins sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina Mw3.1
Jarðskjálftinn í Kolbeinsey er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði er mjög afskekkt og því er erfitt að vita hvort að þarna hafi orðið fleiri jarðskjálftar. Stormveður síðustu daga dregur einnig úr næmni jarðskjálftamæla til þess að mæla litla og fjarlæga jarðskjálfta.