Jarðskjálftavirkni og fleira í Grímsfjalli

Í gær (29-Janúar-2021) klukkan 23:34 varð jarðskjálfti með stærðina Mw2,4 í Grímsfjalli. Það voru nokkrir minni jarðskjálftar fyrir og eftir að stærsti jarðskjálftinn kom fram. Það varð engin breyting á óróagröfum í kringum þennan jarðskjálfta.

Jarðskjálfti í austur hluta Grímsfjalls er merktur sem gulur punktur auk fleiri jarðskjálfta á sama svæði. Grímsfjall er í miðjum Vatnajökli og er merkt með þríhirningi sem sýnir staðsetningu jarðskjálftamælis Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirkni í Grímsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið sagt frá í fréttum að jökullinn sem er ofan á Grímsvatni er í hæstu stöðu síðan árið 1996. Þensla vegna kvikusöfnunar er núna í austari hluta Grímsfjalls á svæði sem kallast Eystri Svíahnúkur. Kvikuþrýstingur er í dag jafn eða meiri en þegar Grímsfjall gaus í Maí árið 2011.

Heimildir og fréttir

Íshellan í Grímsvötnum ekki mælst hærri í 25 ár (Rúv.is)
Fundur í vísindaráði almannavarna (Almannavarnir.is)