Staðan í jarðskjálftahrinunni í eldstöðinni Reykjanes þann 11-Febrúar 2021

Jarðskjálftahrinan sem hófst fyrir meira en einu ári síðan heldur áfram. Þann 11-Febrúar 2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð. Þann 11-Febrúar 2021 klukkan 07:56 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 á þessu svæði Aðrir jarðskjálftar voru minni eins og hefur oftast verið raunin síðan 20-Janúar 2020.

Jarðskjálftavirknin austan við Grindavík. Nýjustu jarðskjálftanir eru með rauðum punktum en þeir elstu eru bláir punktar.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan kvika fór að flæða inná þetta svæði þann 20-Janúar 2020 þá hefur verið stöðug jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég reikna ekki með því að jarðskjálftavirkni muni hætta þarna. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos mun eiga sér stað. Núverandi GPS gögn sýna ekki neina sérstaka breytingu á þessu svæði eða benda til þess að eitthvað sé að fara að gerast þarna.