Staðan á virkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 22:18

Þetta er stutt uppfærsla klukkan 22:18 á stöðunni í jarðskjálftavirkninni í eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík.

Það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkninni síðan uppfærslunni klukkan 14:55. Þegar þetta er skrifað þá eru færri stórir jarðskjálftar að eiga sér stað núna. Sú staða getur breyst án fyrirvara. Það virðast sem að ný svæði séu að verða virk samkvæmt sjálfvirku korti Veðurstofunnar. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þetta sé tilbúningur í kerfi Veðurstofunnar vegna mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu eða hvort að þetta sé eitthvað sem er að gerast þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin frá vestri til austurs á Reykjanesskaga. Það er mikið um rauða punkta og mikið um grænar stjörnur á kortinu sem tákna jarðskjálfta sem eru stærri en Mw3,0 að stærð.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf sem sýnir virkni síðustu 48 klukkutíma á Reykjanesinu. Elstu jarðskjálftanir eru farnir að verða appelsínugilir og texti á myndinni þar sem stendur 5,7 og táknar stærsta jarðskjálfta dagsins
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið í báðum eldstöðvarkerfum. Það gæti breyst ef það verður breyting á virkninni án viðvörunnar. Vegna þess hversu langt er síðan eldgos varð á þessu svæði þá er erfitt að segja til um það hvað gerist áður en eldgos verður í þessum eldstöðvum. Það eina sem er vitað er jarðskjálftavirkni samkvæmt sögulegum heimilum frá því um fyrir 681 árum síðan og lifðu fram til dagsins í dag. Þar kemur fram að jarðskjálftavirknin jókst mjög hratt áður en eldgos varð og talsvert áður en eldgos verður. Síðasta eldgos í Krýsuvík varð árið 1340.

Næsta grein verður á morgun (25-Febrúar-2021) ef ekkert stórt gerist en þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.

Staðan á eldstöðvunum Reykjanes og Krýsuvík klukkan 14:55

Þetta er uppfærsla klukkna 14:55.

Þetta er um eldstöðvanar Reykjanes og Krýsuvík.

Samkvæmt nýjum myndum frá Landshelgisgæslunni þá er komin fram gufa á svæðum þar sem ekki virðist hafa verið gufuvirkni áður en stóri jarðskjálftinn átti sér stað. Það á eftir að staðfesta að þarna hafi ekki verið gufuvirkni áður en stóri jarðskjálftinn varð í morgun.

Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Grænar stjörnur ná frá vestri til austurs og tákna jarðskjálfta sem eru stærri en Mw3,0 og það hafa orðið margir slíkir jarðskjálftar
Jarðskjálftar á Reykjanesskaga í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fréttir af gufustrókunum.

Hvít­ir gufustrók­ar sjást á svæðinu (mbl.is)

Jarðskjálfti með stærðina Mw5,7 í eldstöðinni Reykjanes (staðan klukkan 12:53)

Þetta er stutt grein klukkan 12:53 á Reykjanesskaga í eldstöðinni Reykjanes.

Það er hægt að sjá jarðskjáfltana á vefsíðunni hjá mér hérna. Þessi vefsíða er hýst heima hjá mér og er því á takmarkaðri bandvídd og getur því orðið mjög hæg. Ég hýsi vefsíðuna sjálfur vegna hugbúnaðar krafna sem fylgja þeim hugbúnaði sem ég nota.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw5,7 og fannst yfir allt vestanvert Ísland. Minniháttar tjón hefur verið tilkynnt og þá eru hlutir aðalega að falla úr hillum, veggjum, gluggum og öðrum slíkum stöðum.

Grænar stjörnur ná frá vestanverðu Reykjanesi að Krýsuvík og það er mikil jarðskjálftavirkni þarna.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu og er hver græn stjarna jarðskjálfti með stærðina yfir Mw3,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesinu graf sem sýnir mjög marga jarðskjáflta sem eru stærri en Mw3,0 sem hafa orðið síðan klukkan 10 í morgun
Jarðskjálftagrafið sem sýnir að jarðskjálftahrinan er mjög þétt og mjög margir jarðskjálftar hafa orðið sem eru stærri en Mw3,0 að stærð þarna. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar uppfærslur um stöðu mála eftir því sem dagurinn líður. Ástæða þess að ég var mjög seinn er sú að ég var sofandi þegar stærsti jarðskjálftinn átti sér stað og ég vaknaði ekki við stærsta jarðskjálftann.