Óróapúls staðfestur í eldstöðinni Krýsuvík – Eldgos gæti verið yfirvofandi

Þessi grein er skrifuð klukkan 16:37. Þetta er stutt grein þar staðan breytist mjög hratt.

Óróapúls hefur verið greindur í eldstöðinni Krýsuvík. Ef að eldgos verður eins og búist er við þá er þetta fyrsta eldgosið í eldstöðinni Krýsuvík síðan árið 1340.

Óróaplott í Vogum sem sýnir óróann mjög vel. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaganum í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið staðfest að sigdalur er að myndast þar sem reiknað er með að eldgos verði. Þetta er á milli Keilis og Fagradalsfjalls. Það er beint streymi á YouTube af þessu svæði og hægt er að fylgjast með því hérna.

Uppfærsla klukkan 16:43

Rúv hefur sett upp vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.