Staðan í eldstöðinni Fagradalsfjalli þann 7-Mars-2021 klukkan 00:55

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þessi grein er að mestu leiti um virknina sem varð þann 6-Mars-2021.

Yfirlit yfir núverandi virkni

  • Jarðskjálftavirkni er að mestu leiti aðeins litlir jarðskjálftar.
  • Hættan á eldgosi hefur ekki minnkað þrátt fyrir breytta jarðskjálftavirkni.
  • Kvikuinnskotið er grynnst á 2 km dýpi en annars er dýpið á milli 5 km til 8 km dýpi.
  • Mesta jarðskjálftavirknin er við Fagradalsfjall (norðurendann?) og síðan við Keilir.
  • Eldstöðin Fagradalsfjall hefur ekki gosið í 12.000 ár.
  • Það er engin merki um kvikuvirkni í eldstöðvunum Krýsuvík og síðan í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?). Allir jarðskjálftar sem eru að koma fram í þeim eldstöðvum eru vegna spennubreytinga í jarðskorpunni vegna þenslunnar í Fagradalsfjalli.

 

Umbrotasvæðið í Fagradalsfjalli sem er merkt með brotnum línum af korti á Reykjanesinu
Brotna línan táknar það svæði sem er umrbotasvæðið við Fagradalsfjall og hugsanlega það svæði sem markar eldstöðina Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Reykjanesinu með stærðina Mw6,0 til Mw6,5 vegna þeirra spennubreytinga sem þenslan í Fagradalsfjalli veldur í jarðskorpunni á stóru svæði.

Þétt jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli táknuð með grænum stjörnum og mikið af rauðum punktum sem tákna nýja jarðskjálfta sem hafa átt sér stað
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur ekki greinst síðan á Miðvikudaginn en það getur breyst án viðvörunnar.

Vefmyndavélar með beint streymi af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Ef eitthvað mikið gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og ég mögulega get.