Nýjar upplýsingar um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjall

Þetta er stutt grein um þær upplýsingar sem Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út í dag (8-Mars-2021) um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjalli.

Nýjar mælingar sýna það að kvikuinnskotið í eldstöðinni Fagradalsfjallið heldur áfram að vaxa. Þó að mestu leiti í suðurenda kvikugangsins við Fagradalsfjall sjálft. Jarðskjálftasvæði eru á suðu-vestur svæði við suðurenda kvikugangsins og síðan norð-austur við norðurhluta kvikugangsins við Keili vegna þeirrar þenslu sem kvikuinnskotið er að búa til á þessu svæði. Það kom einnig fram að þar sem kvikan stendur grynnst er dýpið aðeins um 1 km og að hugsanlegt eldgossvæði verður hugsanlega næst Fagradalsfjalli við suður enda kvikuinnskotsins.

Grá svæði á kortinu tákna þar sem jarðskjálftar geta orðið vegna þenslu í kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keili sem er merkt með brotnum línum á korti af Reykjanesskaga.
Kort þar sem reikna má með jarðskjálftum við sitthvorn endann af kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða tímabil þar sem mjög lítið er um stóra jarðskjálfta á þessu svæði á milli þess sem það verða tímabil með mjög mikilli og sterkri jarðskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum samkvæmt Veðurstofunni og það hefur ekki dregið úr þeirri jarðskjálftahættu undanfarna daga. Það hafa ekki komið fram neinar kvikuhreyfingar í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga, það er eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?) og síðan eldstöðinni Krýsuvík.

Heimildir

Áfram má búast við að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt (almannavarnir)
Kvikan er á kílómetra dýpi (Rúv.is)