Óróapúsl í eldstöðinni Fagradalsfjall þann 9-Mars-2021

Þetta er stutt grein um virkinina um eldstöðina Fagradalsfjall. Staðan á þessu svæði er stöðugt að breytast og því er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst þarna.

Aðfaranótt 9-Mars-2021 frá klukkan 05:20 til um klukkan 07:00 kom fram óróapúsl á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Þessi óróapúls sýnir að kvikan er ennþá að stækka við sig og þenjast út þann kvikugang sem hefur núna myndast í eldstöðinni Fagradalsfjall. Stækkunin núna virðist hafa verið til suðurs eða suð-vesturs en GPS gögn munu sýna á morgun og næstu daga nákvæmlega hvernig og hvert kvikugangurinn er að þenja sig út núna.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjall og sýnir jarðskjálftana sem áttu sér stað frá miðnætti 8-Mars til 9-Mars klukkan 16:10
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. þetta eru frá 8-Mars miðnætti og til 9-Mars til klukkan 16:10. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er færri sterkari jarðskjálftar síðustu daga en það hefur ekki dregið úr jarðskjálftavirkninni þó svo að aðeins fáir jarðskjálftar sem nái stærðinni Mw3,0 eða stærri. Það er ekki búist við að þetta tímabil sem er mjög rólegt núna er ekki búist við að muni endast nema í mjög stuttan tíma á meðan kvika heldur áfram að flæða inn í jarðskorpuna við Fagradalsfjall. Það er einnig hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á þessu svæði auk þess sem það er hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum. Það hefur ekki mælst nein kvikuhreyfing í eldstöðvunum Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöllum.