Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes snemma í morgun þann 19-Mars-2021

Klukkan 04:30 þá hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes fyrir í sjó fyrir utan Reykjanesstá. Þessi jarðskjálftavirkni lítur út fyrir að vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði en er hinsvegar á mjög takmörkuðu svæði. Þessi jarðskjálftavirkni byrjaði þegar jarðskjálftinn með stærðina Mw5,7 átti sér stað þann 24-Febrúar-2021. Jarðskjálftavirknin eftir 24-Febrúar-2021 var lítil og hafði stoppað alveg þangað til í dag.

Jarðskjálftavirkni fyrir utan reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes fyrir utan Reykjanestá út í sjó. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,7 en í heildina voru 10 jarðskjálftar sem voru stærri en 3 að stærð. Það komu fram um 100 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu þegar þessi grein er skrifuð en eftir klukkan 06:00 fór að draga úr þessari jarðskjálftahrinu eftir að toppi var náð um klukkan 05:50. Þessi jarðskjálftahrina gæti aukist aftur án viðvörunnar.