Uppfærsla á eldgosinu í Geldingadalur í Fagradalsfjalli þann 21-Mars-2021

Þessar upplýsingar verða úreltar á mjög skömmum tíma. Þessi grein fjallar um eldgosið í það sem er álitið vera eldgos í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfið. Þessi grein er skrifuð þann 21-Mars-2021 klukkan 01:05.

  • Þetta eldgos er mjög lítið. Það magn hrauns sem er komið upp er í kringum 0.02km3 en þessi tala gæti verið röng þar sem ég hef ekki séð neinar útgefnar tölur um magn hrauns sem hefur komið upp í eldgosinu.
  • Þetta er óstaðfest en það er möguleiki að ný gossprunga hafi opnast undir hrauninu næst hlíðinni (á myndavélinni er þetta til vinstri).
  • Sprungan sem núna gýs úr er um 200 metra löng og það er möguleiki á að þessi gossprunga sé að verða styttri.
  • Það er næstum því engin jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.
  • Þetta eldgos gæti eingöngu varað í 1 til 3 daga áður en það hættir.
  • Það eru ekki kominn fram nein merki um að þenslan hafi hætt í nýjustu GPS gögnunum.

 
Það eru engar aðrar fréttir af þessu eldgosi en það gæti breyst án fyrirvara.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi frá eldstöðvunum (Rúv.is)

Beint vefstreymi af eldgosinu – VogastapiBætt við þann 22-Mars-2021. Þessi vefmyndavél er talsvert í burtu frá eldgosinu en ætti að sýna rauðan bjarma ef veðrið er ekki of slæmt. – Þessi vefmyndavél er ekki lengur virk.

Uppfært klukkan 15:30 – Hrun í megingígnum

Hérna er myndskeið af því þegar hrun verður í megingígnum og þá fer hraunið í nýja stefnu tímabundið. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð þá hefur þessi leið fyrir hraunið lokast á ný.

Gígbarmurinn gefur sig og ný hraunrennslisæð myndast (Rúv.is)

Uppfært klukkan 21:22

Kvikustreymið braut sér nýja leið (Rúv.is)

Grein uppfærð klukkan 15:32. Nýjum upplýsingum bætt við.
Grein uppfærð klukkan 21:22. Nýjum upplýsingum bætt við.
Grein uppfærð klukkan 03:09 þann 22-Mars-2021. Vefmyndavél bætt við.
Grein uppfærð klukkan 16:35 þann 22-Mars-2021. Vefmyndavél var fjarlægð af Rúv. Athugasemd bætt við þá vefmyndavél.