Staðan á eldgosinu í Geldingadal þann 22-Mars-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Geldingadal. Eldstöðin sem er talin vera að valda þessu eldgosi er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja en það gæti breyst síðar. Þessi grein er skrifuð þann 22-Mars-2021 klukkan 18:12.

  • Eldgosið er að mestu leiti eingöngu í einum gíg núna. Það er einhver virkni í tveim öðrum minni gígum en sú virkni virðist vera að minnka eftir því sem eldgosið heldur áfram.
  • Þetta er mjög lítið eldgos og eitt af minnstu eldgosunum sem hefur komið fram og sést á Íslandi.
  • Það er hætta á nýjum eldgosum á nýjum stöðum þegar þetta eldgos endar eða verður nærri því að enda.
  • Það er sprunga til hægri (eins og sést á vefmyndavélinni) og þar kemur upp gas en þar hefur ekki orðið neitt eldgos ennþá.
  • Það hefur ekki orðið nein minnkun á þenslu samkvæmt GPS gögnum í dag (22-Mars-2021).
  • Stærsti gígurinn sem er að gjósa er núna orðinn um 30 metra hár en er mjög óstöðugur og það hrynur oft úr honum.
  • Hraun mun fylla Geldingadal eftir 10 til 14 daga ef eldgosið endist það lengi.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög lítil núna eftir að eldgosið hófst. Þegar eldgosinu líkur þá er hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist aftur.

 

Gervihnattamynd af Geldingadal af Google Earth. Dalurinn er smá dæld í Fagradalsfjalli sem er með smá fjöll í kring.
Hérna er gervihattamynd af Google Earth sem sýnir Geldingadal og það svæði sem núna gýs í. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Google/Google Earth og tengdum aðilum.

Síðasta eldgosatímabil byrjaði í kringum árið ~700 og varði til ársins ~1400. Það má því reikna með það eldgosatímabil sem er núna hafið muni ekki ljúka fyrr en árið ~2400 til ársins ~2600. Á þessum tíma verður minnsta tímabil milli eldgosa um 1 ár en tímabil án eldgoss geta alveg farið upp í 10 ár. Hvernig þetta fer nákvæmlega er erfitt að segja til um en þetta er byggt á mínu besta mati samkvæmt gömlum heimildum (sem ég man ekki lengur hvar ég las þær).

Fréttir með myndböndum

Turninn rofnar aftur – kvika streymir út (Rúv.is)

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi frá eldstöðvunum (Rúv.is)
Live from Geldingadalir volcano, Iceland (YouTube)

Rúv hefur fært vefmyndavélastrauminn til YouTube.

Uppfært klukkan 00:05 þann 23-Mars-2021

Samkvæmt frétt Rúv þá er kvikan sem er að koma upp mjög frumstæð og er af tegundinni Þóleiít (Wikipedia). Uppruni þessar kviku er kvikuhólf sem er á dýpinu 17 km til 20 km og uppruni sjálfrar kvikunnar kemur mjög djúpt að úr kvikunni sem tilheyrir heita reitnum undir Íslandi. Þessi kvika hefur mikið af CO og CO2 gasi sem er mjög hættulegt. Nánar í frétt Rúv um þetta. Það er einnig mjög mikið af SO2 (brennisteinsdíoxíði) sem er mjög hættulegt gas.

Hraunkvikan sýnir beintengingu við miðju möttulsins (Rúv.is)

Tíðni uppfærsla af eldgosinu

Þar sem eldgosið er mjög stöðugt og ekki mikið af fréttum af því þá hef ég fækkað fjölda uppfærslna af eldgosinu ef ekkert sérstakt gerist og aðeins skrifa greinar ef eitthvað mikið gerist. Næsta grein um eldgosið ætti að verða þann 26-Mars-2021. Ég mun skrifa um aðrar virkni á Íslandi með eðlilegum hætti þegar eitthvað gerist.

Grein uppfærð klukkan 20:52. Athugasemd bætt við varðandi vefmyndavéla straum Rúv.
Grein uppfærð klukkan 00:05 þann 22-Mars-2021. Nýjum upplýsingum bætt við varðandi eldgosið.