Núna er reiknað með löngu eldgosi í Fagradalsfjalli í Geldingadalir (fljótlega fyrrverandi dalur) miðað við efnasamsetningu hraunsins

Þetta er ekki grein um stöðuna á eldgosinu. Það hefur lítið breyst í eldgosinu þegar þessi grein er skrifuð.

Háskóli Íslands hefur gefið út skýrslu sem hægt er að lesa hérna (á ensku) sem sýnir að kvikan sem er núna að koma upp af 17 km til 20 dýpi. Jarðskorpan á Reykjanesskaga er um 17 km þykk. Hægt er að sjá 3D kort af eldgosinu hérna. Ég held að þetta kort verði uppfært reglulega af ÍSOR. Kvikan sem kemur núna upp í eldgosinu er hluti af Þóleiít (Wikipedia) kviku. Þegar kvikan kemur upp á yfirborðið er hún um 1180C gráðu heit.

Það sem er einnig að gerast er að þarna virðist vera að myndast dyngju (Wikipedia) eldstöð. Það er spurning hvort að þarna myndist ný kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikugangurinn er núna til staðar. Það er áframhaldandi hætta á því að nýjir gígar opnist án viðvörunnar. Miðað við þá jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað þá er ljóst að kvikugangurinn er ennþá virkur frekar en að hann hafi breyst í jarðskorpu með kælingu.

Eldgosið er einnig hátt í eftirtöldum gastegundum CO (Kolmónoxíð), CO2 (Koltvísýringur), SO2 (Brennisteinstvíoxíð) og fleiri gastegundum sem eru mjög hættulegar.

Það er núna reikna með að Geldingadalir muni fyllast af hrauni á næstu 8 til 18 dögum miðað við flæði í eldgosinu eins og það er núna. Þegar það gerist þá mun hraunið flæða yfir í næsta dal sem ég hef ekki nafnið á. Ef að eldgosið varir nógu lengi þá mun hraunið á endanum flæða niður í Nátthagadal.