Jarðskjálftavirkni suð-vestur af Keilir

Í nótt þann 4-Apríl-2021 klukkan 02:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 með dýpið 5,7 km í 1,5 km fjarlægð suð-vestur af Keili. Þessi jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Staðsetning jarðskjálftans bendir til þess að hann hafi orðið í kvikuganginum eða mjög nærri kvikuganginum. Þetta er hluti af eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og síðan við Fagradalsfjall. Nokkrir punktar við Keili sem sýnir nýjustu jarðskjálftavirkni auk jarðskjálftavirkninnar við Geldingadalir þar sem eldgosið er núna
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Keili og Geldingadalir. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þar sem kvikugangurinn er þá virðast vera að myndast þar hópar af jarðskjálftum. Ég er að sjá tvær staðsetningar sem eru mjög áberandi, sú fyrsta er við eldgosið í Geldingadalir og sú seinni er ekki mjög langt frá fjallinu Keilir. Það hefur verið mín reynsla af eldgosum á síðustu árum að nauðsynlegt er að fylgjast með svona jarðskjálftavirkni þar sem svona jarðskjálftavirkni getur hugsanlega verið fyrirboði á nýja eldgosavirkni. Það er ekki hægt að vita með neinni vissu hvort að eldgos verði þarna. Það hefur ekki orðið nein sérstök breyting á GPS gögnum síðan eldgosið hófst í Geldingadalir. Hægt er að skoða GPS gögnin hérna.