Ný eldgossasprunga opnast norð-austur af núverandi eldgosi í Geldingadalir

Þetta er stutt grein.

Ný gosssprunga fór að opnast klukkan 11:37 þann 5-Apríl-2021 norð-austur af núverandi eldgosi í Geldingadalir en þá varð jarðskjálfti með stærðina Mw1,5 í nágrenni við Fagradalsfjall (mjög líklega). Nýja gossprungan er að stækka þegar þessi grein er skrifuð og er mjög líklega orðin 1,2 km að lengd miðað við það sem ég er að sjá á vefmyndavél Rúv núna.

Ný gossprunga opnast norð-austan við Geldingadalir og er eldvirknin mjög lítil á myndinni á vefmyndavél Rúv
Nýja gossprungan eins og hún kom fram á vefmyndavél Rúv klukkan 12:33. Höfundarréttur myndar tilheyrir Rúv. Skjáskot af vefstreymi Rúv.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira um stöðu mála.

Uppfærsla klukkan 16:39

Stærri sprungan er um 300 metra löng samkvæmt mælingum en hluti af sprungunni virðist vera undir sínu eigin hraunflóði miðað við það sem ég er að sjá á myndböndum og á vefstreymi af þessu eldgosi. Seinni sprungan er um 10 til 30 metra löng. Það virðist síðan vera einn stakur gígur fyrir utan sprungurnar. Hraunið flæðir núna niður í Meradali sem er beint fyrir neðan nýju gossprungunnar. Hraunið gæti fljótlega náð í það sem virðist vera lítið vatn þarna eða hugsanlega þurrt vatn sem er þarna. Eldgosið í upprunalegu gígunum heldur áfram en með miklu minni krafti en áður. Þetta gæti verið aðeins tímabundin breyting en það er erfitt að segja til um það með vissu hvað mun gerast.

Hérna er nýtt myndband frá Morgunblaðinu

Nýtt dróna­mynd­skeið af sprung­unni (mbl.is)

Næsta uppfærsla verður hjá mér eftir nokkra klukkutíma eftir því hvernig þetta ástand þróast.

Myndir eru frá Almannavörnum

Gossprungunar gjósa nýju hrauni úr tveim sprungum og rennur hraunið beint niður hlíðina
Mynd af nýju gossprungum. Myndin er frá Almannavörnum og er notkun á þeim frjáls.
Hrauná sem rennur niður bratta hlíð
Hrauná sem rennur niður bratta hlíð og niður í Meradali. Mynd frá Almannavörnum og er notkun þessar myndar frjáls.

Grein uppfærð klukkan 16:47.