Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Kötlu

Í gær (5-Apríl-2021) urðu nokkrir djúpir jarðskjálftar suð-austur af Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands (Kristín á twitter) þá urðu síðast jarðskjálftar þarna fyrir átta árum síðan.

Mýrdalsjökull sem þekur eldstöðina Kötlu og síðan er smá hópur af jarðskjálftum langt suð-austur af Kötlu við ströndina
Jarðskjálftavirknin suð-austur af Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni þarna hefur aldrei komið af stað eldgosi á sögulegum tíma. Þessir jarðskjálftar voru að mestu leiti á 19 km dýpi og stærð þessara jarðskjálfta var frá Mw0,7 til Mw1,0.