Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það hefur mikið verið að gerast þessa vikuna og hægt er að lesa eldri greinar um það sem gerðist fyrr í vikunni.

  • Samkvæmt mælingum frá Háskóla Íslands þá kemur upp 50% meira hraun núna en í upphafi eldgossins þann 19-Mars-2021. Það kemur einnig upp mun meira af gasi í eldgosinu núna. Það hefur valdið vandræðum háð vindátt.
  • Það er mikil hætta á því að eldgos hefjist suður af Geldingadalir þar sem eldgosið hófst. Það er einnig mikil hætta á því að eldgos hefjist norður af gígnum sem byrjaði að gjósa þann 5-Apríl-2021.
  • Það er engin breyting á þenslu. Hægt hefur á þenslunni en ekki hafa aðrar breytingar orðið.
  • Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu frá Keili til Fagradalsfjalls.

Það er ljóst að breytingar sem geta orðið munu verða án mikils fyrirvara og án þess að það komi fram jarðskjálftavirkni eða mjög lítil jarðskjálftavirkni mun koma fram.

Næsta uppfærsla verður þann 16-Apríl-2021 ef ekkert mikið gerist. Þar sem þetta eldgos er alltaf að gerast þá er mjög líklegt að helgin og næsta vika verði mjög áhugaverð.  Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og ég mögulega get.

Uppfærsla klukkan 22:51

Veðurstofan gaf út þetta hérna kort og kom með þessar upplýsingar á síðunni hjá sér í kvöld um hættuna á því að nýjar gossprungur geti opnast norður og suður af núverandi eldgosum í Fagradalsfjalli. Síðan hjá Veðurstofunni er uppfærð reglulega og ef þú ert að skoða þetta löngu eftir 9 og 10 Apríl þá er möguleiki á því að þú þurfir að leita eftir þessum upplýsingum.

Kortið sýnir það svæði sem er núna talið hættulegt norður og suður af eldgosinum í Geldingadal og í Fagradalsfjalli. Þar sem hættan er að á að nýjar sprungur geti opnast án fyrirvara. Þetta svæði nær talsvert frá eldgosunum. Hraunin eru merkt inná kortið með fjólubláum lit.
Svæðið þar sem hættan er á að farið geti að gjósa án nokkurs fyrirvara. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kortið sýnir það svæði þar sem er hætta á að eldgos komi upp án viðvörunnar.

Uppfærsla klukkan 15:41 þann 10-Apríl-2021

Um klukkan 03:15 þann 10-Apríl-2021 opnaðist ný gossprunga sem hefur fengið númerið 4 í Fagradalsfjalli. Þessi gossprunga opnaðist milli gígsins númer 2 (annan dag páska) og gígs númer 3 (7-Apríl). Eldgosið frá nýja gígnum virðist ekki vera mjög stórt en það opnaðist undir nýju hrauni sem hafði runnið þarna nokkrum dögum áður frá gíg númer 2. Í gíg 1 (19-Mars) þá lækkaði talsvert mikið í eldgosinu þar á meðan gígur númer 4 fór að gjósa.

Ég tek eftir að nýjar gossprungur virðast vera að opnast með meiri hraða en áður og virðist stærsta breytingin hafa átt sér stað í því eftir að gígur númer 3 fór að gjósa.

Yfirlit yfir nýjar gossprungur í Fagradalsfjalli hingað til.

1 sprungan opnaðist 19-Mars.
2 sprungan opnaðist 5-Apríl.
3 sprungan opnaðist 7-Apríl.
4 sprungan opnaðist 10-Apríl.

Tíminn sem er á milli þess að nýjar sprungur opnast virðist vera á milli 3 til 4 dagar eins og er. Mig grunar að það gæti breyst fljótlega og án mikillar viðvörunnar. Það er einnig möguleiki á því að nýjar sprungur sem munu opnast í framtíðinni verði stærri og lengri en hefur verið að gerast síðustu daga eftir því sem eldgosið varir lengur. Það virðast vera stigsbreytingar í eldgosinu sem er núna í Fagradalsfjalli. Ég er ekki viss hvaða stig eldgosið er í núna þar sem ég hef aldrei sé svona hegðun í eldgosi áður og mér er ekki kunnugt um svona hegðun í eldgosi í neinni eldstöð erlendis frá þessa stundina.

Myndband af gossprungu 4 að opnast í nótt.

Nátt­úr­an er óút­reikn­an­leg og ófyr­ir­sjá­an­leg (mbl.is)

Grein uppfærð klukkan 22:58.
Grein uppfærð klukkan 16:04 þann 10-Apríl-2021