Áframhaldandi jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í morgun (15-Apríl-2021) mældust fleiri jarðskjálftar langt norður af Kolbeinsey. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög líklega fyrir utan kolbeinseyjarhrygg en ég þekki ekki nafnið á svæðinu sem þar sem þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað á norður-atlantshafshryggnum. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 09:29 og var með stærðina mb4,4 samkvæmt ESMC. Hægt er að skoða upplýsingar um jarðskjálftann hérna.

Grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru langt noður af Kolbeinsey
Jarðskjálftavirknin langt norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki möguleiki að vita hvað er að gerast þarna. Þar sem svæðið er mjög afskekkt og undir 2 til 4 km af sjó. Ef eitthvað meira gerist, þá mun það eingöngu koma fram á jarðskjálftamælum.