Staðan í eldgosinu Fagradalsfjalli þann 26-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla um eldgosið í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það hafa ekki orðið neinar stórar breytingar síðustu daga í eldgosinu. Það hafa hinsvegar orðið minni breytingar síðustu daga. Hérna eru síðustu breytingar sem hafa verið tilkynntar.

  • Elstu gíganir eru hættir að gjósa. Einn af gígunum hefur breyst í hrauntjörn en það er einnig möguleiki á því að hinn gígurinn sé einnig hrauntjörn þó að þar komi upp mikið gas (reykur).
  • Það eru þrír til fjórir gígar sem eru að gjósa núna. Það hefur sést aðeins meiri virkni í dag (26-Apríl-2021) en það er hægt að útskýra með því að hætt hefur að gjósa í nokkrum gígum.
  • Engir nýjir gígar hafa opnast síðustu daga. Þetta er rétt þegar þessi grein er skrifuð.
  • Óróinn hefur farið minnkandi en það er óljóst afhverju þetta er að gerast þar sem eldgosið er ennþá í gangi.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Ég veit ekki hvenær næsta grein um eldgosið. Næsta grein um eldgosið verður skrifuð eins fljótt og hægt er ef einhverjar breytingar verða á eldgosinu.