Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 30-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan uppfærsla var skrifuð. Hérna eru helstu breytingar síðan síðasta grein var skrifuð í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það er aðeins einn gígur sem er að gjósa núna. Allir aðrir gígar hafa hætt að gjósa en það gætu verið hrauntjarnir í þeim sem eru að flæða í hraunhellum undir hrauninu án þess að slíkt sjáist á yfirborðinu.
  • Mikið af virkninni núna er í formi stórra hraunstróka sem koma upp úr gígnum vegna þess að gas innihald hraunsins hefur aukist undanfarið.
  • Hraun er núna hægt og rólega að fylla upp alla dali á svæðinu en það mun taka marga mánuði að fylla upp alla dalina sem þarna eru af hrauni.
  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.

Engar frekari fréttir eru af eldgosinu eins og er. Rúv hefur komið fyrir nýrri vefmyndavél sem sýnir eldgosið betur. Hægt er að fylgast með þeirri vefmyndavél á YouTube síðu Rúv.

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí milli 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki neinar uppfærslur settar inn. Næsta uppfærsla af eldgosinu ætti að verða þann 14 Maí. Ég veit ekki ennþá hvort að ég get skoðað eldgosið. Það veltur á því hvernig veðrið verður á þessum tíma.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill

Ég afsaka hvað þessi grein kemur seint. Ég lenti í tæknilegum vandræðum með farsímann hjá mér sem tók allan daginn að koma í lag og það seinkaði fullt af hlutum hjá mér.

Í gær (29-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum er efst og vestast á jarðskjálftakortinu
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd flekahreyfingum og það er ekki að sjá að þarna séu neinar kvikuhreyfingar á ferðinni ennþá. Ég býst alltaf við stærri og sterkari jarðskjálftahrinum í eldstöðvum sem ekki hafa gosið í mjög langan tíma og eru kaldar eins og var raunin þegar jarðskjálftavirknin hófst í kringum Fagradalsfjall og sú eldstöð varð heit en þá mældust um 50.000 jarðskjálftar áður en eldgosið hófst milli 27 Febrúar til 19 Mars þegar eldgosið hófst.