Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðan síðustu nótt (3-Maí-2021) þá hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík er merkt með grænni stjörnu nærri Kleifarvatni á jarðskjálftakortinu hjá Veðurstofunni
Jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw3,2 en það komu einnig fram minni jarðskjálftar. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 03:04 og var með stærðina Mw3,2 fannst í Reykjavík en það bárust ekki neinar tilkynningar um að jarðskjálftinn sem varð klukkan 15:49 og var einnig með stærðina Mw3,2 hafi fundist. Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir en helsta hugmyndin núna er að þessi jarðskjálftavirkni tengist spennubreytingum á svæðinu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli sem á sér stað innan sama eldstöðvarkerfis.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hvort sem er með einum styrk eða reglulegum styrk í hverjum mánuði. Ég þakka stuðninginn. 🙂

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí frá 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki settar inn neinar greinar hingað. Það mun aðeins gerast ef eitthvað meiriháttar gerist í eldgosum eða jarðskjálftum á Íslandi. Ég ætla að reyna að sjá eldgosið eða svæðið ef eldgosið verður hætt þegar ég kemst þangað ef veður og aðstæður leyfa.