Myndasafn af eldgosinu í Fagradalsfjalli

Hérna er myndasafn sem ég tók þegar ég fór að eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 8 Maí 2021. Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þarna á laugardaginn. Þetta er fyrsta tilraun með myndasafn hérna og því gæti það ekki tekist almennilega.

Eldgosið hefur breyst mikið síðan ég var þar á laugardaginn 8 Maí. Megin gígurinn er mun stærri en virðist vera á vefmyndavélum. Þar sem vefmyndavélanar gera það mjög erfitt að áætla stærð gígsins í því sjónarhorni sem þær bjóða upp á. Þegar ég var þarna þá var aðal gígurinn um 50 metra hár og eldgosið var stöðugt þegar ég var þarna eftir breytingar sem urðu um morguninn. Um það leiti sem ég fór frá eldgosinu um klukkan 15:20 þá var eldgosið farið að breyta sér aftur í hraunstróka virkni eins og hafði verið áður. Þegar ég kom niður að vegi um klukkan 16:30 þá hafði eldgosið næstum því breyst alveg til fyrri virkni. Hraunið býr til sitt eigið veðurfar þegar það dregur inn kalt loft í nágrenninu með sterkum vindi og litlum ský strókum sem birtast án nokkurs fyrirvara á svæðinu. Það hefur einnig verið mikið um bruna í mosa vegna hraun sletta sem koma frá kvikustrókunum sem ná alveg 400 til 500 metra hæð þegar mest er og þær kvikuslettur sem hafa komist lengst hafa náð að ferðast allt að 600 metra frá eldgosinu. Ég tók myndbönd og hægt er að skoða þau á YouTube rásinni minni hérna. Stærsti gígurinn breytist á hverjum degi eftir því sem hraunið endurformar gíginn í hverri hraunstróka virkni. Hrun í aðal gígnum eru einnig mjög algeng og verða á hverjum degi. Sumt af þessu hruni er stórt á meðan önnur hrun eru minni.

Það sem gæti verið að gerast í Fagradalsfjalli er að ný eldstöð gæti verið að myndast. Það er mín skoðun núna en það gæti breyst eftir því sem meiri gögn koma inn og tíminn líður í þessu eldgosi og meira lærdómur fæst um þetta eldgos og hvað er að gerast.