Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 17-Júlí-2021

Þetta er væntanlega minnsta greinin sem ég skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Síðan 9-Júlí þá hefur eldgosið verið mjög óstöðugt. Milli 10-Júlí og 15-Júlí hélt eldgosið áfram eins og venjulega en eldgosið hélt áfram í púlsum.
  • Þann 15-Júlí um klukkan 05:00 þá stoppaði eldgosið skyndilega. Það hófst síðan aftur um klukkan 10:00 þann 16-Júlí.
  • Þegar þessi grein er skrifuð þá virðist sem að eldgosið hafi hætt aftur miðað við stöðuna á óróamælingum í kringum eldgosið.
  • Flæði hraunsins er niður í Meradali þegar hraunflæðið er í gangi. Með núverandi hraða þá mun það taka 1 til 4 vikur fyrir hraunið að klára að fylla Meradali áður en það nær að flæða úr dalnum yfir í næsta dal.
  • Eystri hluti gígsins hrundi og það gefur hrauninu beina leið niður í Meradali.

Það er óljóst afhverju eldgosið hagar sér svona. Ein af þeim hugmyndum sem ég hef er að það djúpkerfi kviku sem fæðir kvikuhólfið sem er þarna á um 20km dýpi sé að mestu leiti orðið tómt. Þegar kvikuhólfið tæmist þá stöðvast eldgosið og tekur sér smá tíma í að endurfyllast. Því minna sem er í kvikuhólfinu því lengri tíma tekur fyrir það að fyllast á ný. Hversu lengi þetta mun ganga svona veit ég ekki en ég tel ekki víst að þetta geti verið svona í margar vikur eða mánuði. Gígurinn sem gýs úr núna mun á endanum loka sér og þá mun eldgosið stöðvast vegna þess.