Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw5,2 sunnan við Heklu

Jarðskjálftinn sem varð í dag (11-Nóvember-2021) klukkan 13:21 með stærðina Mw5,2 virðist raða sér á sprungu sem er í sömu stefnu og sprungur á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en sprungu sem er hluti af eldstöðvarkerfi Heklu. Hækkun á óróanum á 2 – 4Hz sem sást á nokkrum nálægum SIL stöðvum er aftur farinn að lækka og byrjaði að lækka fljótlega eftir að stóri jarðskjálftinn varð. Jarðskjálftavirkni á svæðinu er farin að minnka aftur en getur aukist á ný án viðvörunnar.

Jarðskjálftavirkni suður af Heklu er sýnd sem haugur af rauðum punktum og grænni stjörnu sem táknar stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin suður af Heklu í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst þarna. Sögulega séð þá hafa orðið þarna mjög stórir jarðskjálftar. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna hafa orðið hafa náð stærðinni Mw7,0 en það er orðið talsvert langt síðan slíkur jarðskjálfti varð á þessu svæði. Mjög stórir jarðskjálftar sem þarna verða eru alltaf hluti af Suðurlandsbrotabeltinu (SISZ) frekar en jarðskjálftar í eldstöðvarkerfunum sem þarna eru. Svæðið er mjög flókið þar sem eldstöðvarkerfin sem þarna eru skarast og eru oft ofan á hverju öðru. Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni frá sprungunni sem hrökk í dag eða nærliggjandi sprungum á þessu sama svæði á næstu dögum og vikum.