Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (12-Nóvember-2021) klukkan 15:16 og 15:35 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu með stærðina Mw3,3 og Mw3,6.

Tvær grænar stjörnur í Bárðarbungu í Vatnajökli sem eru nærri því ofan á hverri annari sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftana sem eru næstum því við topp Bárðarbungu
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga er ennþá að þenjast út. Hraði þessar þenslu er mögulega mismunandi á milli mánaða og því er möguleiki að lítið gerist stundum marga mánuði í einu. Þessi munur á þensluhraða er líklega ástæðan afhverju það koma löng tímabil í marga mánuði þar sem lítið gerist í Bárðarbungu á milli þess sem það eru mjög virk tímabil í marga mánuði.