Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum

Í gær (18-Nóvember-2021 og þann 17-Nóvember-2021) varð jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3.

Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum sýnd með grænni stjörnu norðan við Þorlákshöfn
Jarðskjálftavirkni í Brennisteinsfjöllum sést með grænni stjörnu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði en ekki er hægt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti verður.

Virkni í eldstöðinni Reykjanes

Á sama tíma varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 norður af Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst í bænum ásamt minni jarðskjálftum sem þarna urðu. Fjöldi jarðskjálfta var ekki nægur til þess að ég færi að skrifa sérstaka grein um jarðskjálftann. Ég bæti þessu hinsvegar hingað inn sem smá athugun um þessa jarðskjálftavirkni.