Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (8-Desember-2021) hefur verið jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,1 klukkan 10:44. Það kemur ekki fram í fréttum hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Jarðskjálftavirkni þarna hefur hægt og rólega verið að aukast síðan það hætti að gjósa í Fagradalsfjalli þann 18-September-2021. Það er ennþá jarðskjálftahrina á svæðinu og eru þar litlir jarðskjálftar að koma fram þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Þar eru nokkrir punktar sem sýna litla jarðskjálfta og síðan græ stjarna sem sýnir jarðskjálftann með stærðina Mw3,1
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Eldstöðin sem gaus í Fagradalsfjalli var mjög líklega eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja eða hugsanlega er um að ræða óskilgreinda eldstöð á þessu svæði. Hvað það er nákvæmlega er óljóst núna í dag. Eldstöðin Reykjanes gaus hugsanlega síðast árið 1831 en það er allt saman mjög óljóst út frá þeim gögnum sem til eru.

Það er hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær slíkir jarðskjálftar yrðu.