Jarðskjálftahrina suður af Grímsey

Í nótt, þann 29-Janúar-2022 hófst jarðskjálftahrina suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er frekar kröftug þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna suður af Grímsey sem sýnir stærsta jarðskjálftann auk nokkura rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálfta suður af Grímsey
Jarðskjálftavirknin suður af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er hætta á því að það komi fram stærri jarðskjálfti á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 (02:35) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (02:40). Það er jarðskjálftahrina lítilla jarðskjálfta á sama svæði sem hófst eftir fyrsta jarðskjálftann með stærðina Mw3,3 klukkan 02:35. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli

Síðan í Desember 2021 þá hefur verið jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli. Þetta svæði er ekki hluti af neinu þekktu jarðskjálftasvæði eða eldstöð. Þetta eru því bara jarðskjálftar sem eiga sér stað í jarðskorpunni sem eru fyrir utan helstu jarðskjálftasvæða á Íslandi. Svona jarðskjálftar í jarðskorpunni gerast stundum á Íslandi. Ástæðan er ekki þekkt en hugmyndin er að þetta tengist reki jarðskorpunnar og spennubreytingum vegna þess.

Jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli. Græn stjarna sýnir stærsta jarðskjálftann sem hefur orðið í jarðskjálftahrinunni síðasta sólarhringinn
Jarðskjálftahrinan suður-vestur af Langjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftinn í dag með stærðina Mw3,3 er annar jarðskjálftinn sem nær þessari stærð, fyrri jarðskjálftinn varð þann 18-Janúar-2022. Hæðin þar sem þessir jarðskjálftar eiga sér stað heitir Húsafell.