Jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli

Síðan í Desember 2021 þá hefur verið jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli. Þetta svæði er ekki hluti af neinu þekktu jarðskjálftasvæði eða eldstöð. Þetta eru því bara jarðskjálftar sem eiga sér stað í jarðskorpunni sem eru fyrir utan helstu jarðskjálftasvæða á Íslandi. Svona jarðskjálftar í jarðskorpunni gerast stundum á Íslandi. Ástæðan er ekki þekkt en hugmyndin er að þetta tengist reki jarðskorpunnar og spennubreytingum vegna þess.

Jarðskjálftahrina suður-vestur af Langjökli. Græn stjarna sýnir stærsta jarðskjálftann sem hefur orðið í jarðskjálftahrinunni síðasta sólarhringinn
Jarðskjálftahrinan suður-vestur af Langjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftinn í dag með stærðina Mw3,3 er annar jarðskjálftinn sem nær þessari stærð, fyrri jarðskjálftinn varð þann 18-Janúar-2022. Hæðin þar sem þessir jarðskjálftar eiga sér stað heitir Húsafell.