Jarðskjálftahrina suður af Grímsey

Í nótt, þann 29-Janúar-2022 hófst jarðskjálftahrina suður af Grímsey. Þessi jarðskjálftahrina er frekar kröftug þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna suður af Grímsey sem sýnir stærsta jarðskjálftann auk nokkura rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálfta suður af Grímsey
Jarðskjálftavirknin suður af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það er hætta á því að það komi fram stærri jarðskjálfti á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 (02:35) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (02:40). Það er jarðskjálftahrina lítilla jarðskjálfta á sama svæði sem hófst eftir fyrsta jarðskjálftann með stærðina Mw3,3 klukkan 02:35. Jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.