Kröftugir jarðskjálftar nærri Húsafelli

Í dag (1-Febrúar-2022) klukkan 00:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 nærri Húsafelli og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði en er mjög hægfara og stöðvast því stundum. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð klukkan 01:15. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 107 jarðskjálftar við Húsafell.

Tvær grænar stjörnur suður og vestan við Langjökul í Húsafelli sem sýnir jarðskjálftavirknina. Það eru einnig appelsínugulir punktar sem sýnir minni jarðskjálfta sem þarna hafa orðið
Jarðskjálftavirknin við Húsafell. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessu svæði var með stærðina 5,5 samkvæmt fréttum og varð árið 1974. Það er það eina sem ég veit um þennan jarðskjálfta en sá jarðskjálfti varð einnig aðeins norðar en núverandi jarðskjálftahrina. Það er óljóst hvers vegna þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað, þar sem þarna eru ekki neinar eldstöðvar og ekki nein þekkt sprungusvæði. Þarna er lághitasvæði og nýlegar fréttagreinar hafa komið með þá hugmynd að sú jarðskjálftavirkni sé tengd jarðhitavirkni sem er þarna. Sú hugmynd er hinsvegar ekki sönnuð ennþá. Það að þarna sé lághitasvæði þýðir að kvika hefur komist upp frekar grunnt í jarðskorpuna eða rétt um 1 til 2 km og nær að hita upp grunnvatnið sem er í jarðskorpunni.