Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í morgun (5-Mars-2022) var jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw3,0 í þessari jarðskjálftahrinu og það mældust einnig minni jarðskjálftar á sama svæði. Vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir.

Grænar stjörnur efst á kortinu sýnir stærstu jarðskjálftana sem mældust hjá Veðurstofunni. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálftana
Grænar stjörnur þar sem stærstu jarðskjálftarnir áttu sér stað. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og M3,2. Þarna getur orðið stærri jarðskjálfti en það sem hefur orðið núna. Það er óljóst hvað er að gerast þarna vegna þess að svæðið er afskekkt og undir sjó. Ef að þarna verður eldgos, þá er ekki víst að það sjáist eða að það verði vert við eldgos þarna, eða að það verður aðeins hægt að sá slíkan atburð á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.