Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (3-Apríl-2022) um klukkan 14:00 hófst jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Þetta virðist vera jarðskjálftahrina sem tengist þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst núna voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,0.

Græn stjarna norður af Grindavík sem sýnir hvar megin jarðskjálftavirknin. Þetta er nálægt smá fjalli sem er þarna
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rauðir punktar sýna hvar jarðskálftavirknin er norður af Grindavík. Þetta er nærri fjalli sem er þarna.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er úr korti Skjálfta-Lísu Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði. Það verða oft hlé á jarðskjálftahrinum á þessu svæði. Hvort að það sé raunin núna veit ég ekki en jarðskjálftahrinur þarna eiga það til að hægja á sér í nokkra klukkutíma. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkni á svæðinu þessa stundina.