Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Apríl-2022) hófst kröftug jarðskjálftahrina með jarðskjálfta sem er með stærðina Mw3,9. Það er samt möguleiki á því að þarna hafi verið jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta dagana og jafnvel vikunar áður á þessu sama svæði. Þar sem það hefur verið mikið til samfelld jarðskjálftavirkni á þessu svæði síðustu mánuði. Stærsti jarðskjálftinn hingað til fannst á stóru svæði á suðurlandi og vesturlandi. Það hafa orðið fleiri en sjö jarðskjálftar með stærðina yfir Mw3,0 á þessu svæði síðan jarðskjálftahrinan hófst, það er erfitt að segja til um nákvæman fjölda af þessum jarðskjálftum eins og er.

Fjöldi rauðra punka á Reykjanestánni sýnir þar sem jarðskjálftahrinan er. Þarna er einnig fjöldinn allur af grænum stjörnur sem sýnir jarðskjálfta yfir 3 að stærð
Kröftug jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Síðasta eldgos í þessari eldstöð varð hugsanlega árið 1831 en það er ekki víst að svo hafi verið. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið í kringum 280 til 300 jarðskjálftar á þessu svæði samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þessi tala breytist á hverri mínútu, þar sem jarðskjálftavirknin er mjög mikil og er ennþá í gangi. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftavirknin sé að aukast. Staðan þarna getur breyst mjög hratt og með litlum fyrirvara. Ég er að sjá vísbendingar í þessari jarðskjálftahrinu að þarna sé kvika á ferðinni og það er mín skoðun að þarna verði líklega eldgos. Hvort að það verður núna eða seinna er ekki eitthvað sem ég get sagt til um. Það verður að koma í ljós hvað gerist nákvæmlega þarna.