Jarðskjálftavirkni á nýjum stað í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (10-Maí-2022) hófst jarðskjálftahrina á nýjum stað í eldstöðinni Reykjanes. Þessi nýja virkni er um 11 km suður af Keflavíkurflugvelli, þessi virkni er einnig nálægt þorpinu Hafnir. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 og Mw3,2. Seinni jarðskjálftinn fannst á svæðinu. Minni jarðskjálftar áttu sér einnig stað á þessu svæði.

Tvær grænar stjörnur vestast á Reykjanesi þar sem ný virkni í eldstöðinni Reykjanes er hafin
Jarðskjálftavirkni vestast á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að það sé nýtt kvikuinnskot hafið á þessu svæði. Líkunar á eldgosi þarna eru mjög miklar að mínu áliti en ekki er hægt að segja til um það hvenær slíkt eldgos yrði. Það er gamalt hraun þarna á þessu svæði og mér hefur verið sagt að það sé hugsanlega frá síðustu ísöld. Ég er ekki viss um á aldri þessa hrauns. Gíganir sem bjuggu til þetta hraun eru löngu horfnir í sjávarrof á þessu svæði fyrir mörgum öldum síðan.