Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes

Það er áframhaldandi jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga og úti á Reykjanesshrygg. Jarðskjálftahrinan hefur færst aðeins og er núna úti á Reykjaneshrygg rétt við Reykjanesstá úti í sjó. Það hafa komið fram fimm jarðskjálftar með stærðina yfir Mw3,0 í dag (13-Maí-2022). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,5.

Fimm grænar stjörnur ofan á hverri annari rétt út í sjó við Reykjanestá. Ein græ stjarna rétt fyrir norðan megin virknina sem er óstaðfestur jarðskjálfti. Mikið af punktum rétt við Grindavík
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til tveggja hluta. Hugsanlega hefur kvikan ekki fundið leið upp á yfirborðið nærri Grindavík eða þá að tvö kvikuinnskot eru að eiga sér stað í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftavirknin dettur niður en hættir aldrei alveg. Afhverju það gerist er óljóst þessa stundina. Ég reikna með því að jarðskjálftavirknin haldi áfram að aukast þangað til að eldgos verður einhverstaðar í eldstöðinni Reykjanes.