Lítil jarðskjálftahrina norður af Geysi

Í dag (24-Maí-2022) varð lítil jarðskjálftahrina norður af Geysi. Stærðir jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu eru einnig mjög litlar og stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina Mw2,8. Það hafa aðeins mælst um 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð.

Rauður punktur og appelsínugulir punktar norðan við Geysi og sunnan við Langjökul sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar
Jarðskjálftavirknin norður af Geysi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg brota-jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni á þessu svæði og ég reikna ekki með því neitt frekara gerist þarna. Það gæti samt orðið stærri jarðskjálfti þarna en mér finnst það samt ólíklegra. Þarna verða einnig reglulega jarðskjálftahrinur.