Uppfærslur byrja aftur frá 5-Júlí-2022

Þar sem ég hef verið að flytja til Danmerkur, þá hefur orðið töf á uppfærslum hjá mér síðustu vikur. Ég vonast til þess að það komist í eitthvert lag í næstu viku.

Það hefur nefnilega tekið tíma og álag að flytja til Danmerkur. Ég er einnig ekki lengur með jarðskjálftamæli á Íslandi, þar sem ekki reyndist mögulegt að vera með slíkt lengur hjá mér. Þar sem búnaðurinn sem ég er með er bæði gamall og ekki lengur viðhaldið og virkar ekki lengur með internetinu. Þeir sem vilja fylgjast með rauntíma jarðskjálftavirkni á Íslandi geta gert það á vefsíðu Raspberry Shake hérna. Ég mun verða með jarðskjálftamæli í Danmörku en það mun gera mér fært um að mæla jarðskjálfta í Miðjarðarhafinu og því svæði, þegar mjög stórir jarðskjálftar eiga sér stað þar. Það er hægt að flytjast með þeim jarðskjálftamæli hérna þegar sá mælir kemst aftur á internetið. Það mun vonandi ekki taka of langan tíma fyrir mig að fá danska internet tengingu.

Ég ætla mér að uppfæra jarðskjálftamælabúnaðinn hjá mér en ég veit ekki hvenær það getur orðið.

Ég mun ekki setja þessa grein inn á samfélagsmiðla.

Uppfærsla þann 8-Júní-2022

Samkvæmt fyrirtækinu sem ég pantaði internetið hjá hérna í Danmörku. Þá mun ég ekki verða tengdur fyrr en þann 5-Júlí-2022. Þangað til að það gerist, þá verða uppfærslur takmarkaðar hjá mér.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með PayPal eða millifærslu í banka. Þar sem ég er rosalega blankur vegna flutninga í Júní. Styrkir hjálpa mér að komast af út Júní og á meðan staðan er aðeins óstöðug hjá mér. Takk fyrir stuðninginn. 🙂