Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Eldgos hafið í Fagradalsfjalli

Í dag (03-Ágúst-2022) um klukkan 13:30 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þetta eldgos er rétt norðan við gíginn sem gaus í fyrra (2021) frá Mars til September. Það virðist sem að gossprungan sé ennþá að lengjast bæði til norðurs og suðurs. Það bendir til þess að kraftur eldgossins sé að aukast hægt og rólega.

Þetta eru allar upplýsinganar sem ég hef í augnablikinu. Þetta eldgos sést mjög vel á vefmyndavélum Rúv og Morgunblaðsins á YouTube.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég fæ þær. Hvenær það gerist veit ég ekki.

Uppfærsla 1

Miðað við myndir frá vefmyndavél Morgunsblaðsins. Þá hófst eldgos klukkan 13:16.

Mynd af hraunbreiðu og fjöllum á Reykjanesskaga og síðan sést í smá ský sem kemur upp úr jörðinni þar sem kvikan hefur náð að brjóta sér leið upp í gengum jarðskorpuna. Klukkan á vefmyndavélinni er 13:16.
Upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli þann 3-Ágúst-2022 klukkan 13:16. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Morgunblaðinu. – Þessi mynd verður fjarlægð ef það kemur krafa um slíkt.